Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Hlutir sem gott er að vita varðandi val á hleðslubúnaði og öryggi

Hlutir sem gott er að vita varðandi val á hleðslubúnaði og öryggi

Á Íslandi er rafmagn í flestum eldri einbýlishúsum einfasa. Í nýrri einbýlishúsum er venjulega þriggja fasa rafmagn. Í fjölbýlishúsum á að vera þriggja fasa rafmagn.

 Þegar velja á hleðslustöð er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki er hægt að tengja þriggja fasa stöð við einfasa rafmagn. Sé þriggja fasa rafmagn hins vegar í boði er vert að íhuga kaup á þriggja fasa stöð. Þær stöðvar kosta að jafnaði meira en þannig fæst styttri hleðslutími. Athugið þó að í mörgum tilfellum er geta bílsins til að taka við hleðslu minni en geta stöðvarinnar.

Fyllsta öryggis þarf að gæta í vali og uppsetningu á hleðslustöð. Það verður rafvirkjameistari, samþykktur af Mannvirkjastofnun að gera.

Við hjá Hleðslunni svörum spurningum þínum og aðstoðum þig í gegnum ferlið við að koma upp þinni hleðslustöð. Hafðu samband í síma 511-1116

Fyrri grein Val á hleðslustöð