Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Rafhjóla Hleðsluturn

Rafhjóla Hleðsluturn

Óhætt er að segja að sprenging hafi orðið í fjölda rafmagnshjóla á Íslandi.

Að bjóða uppá hleðslu á rafhlöðum rafmagnshjóla er gott framtak í umhverfismálum auk þess að hvetja til orkuskipta og heilbrigðari lífsstíls. Wallbe eBike Hvar sem hjólafólk kemur er Wallbe eBike Tower frábær leið til að laða að og lengja dvöl. Kaffihús, veitingastaðir, skólar, sundlaugar, bókasöfn, leikhús og ýmis önnur fyrirtæki geta með þessu móti boðið hjólafólk velkomið svo eftir sé tekið. 

Í hverjum turni eru 3 skápar þar sem hægt er að hlaða batterí, geyma hjálma, bakpoka og annað smálegt. Skápurinn læsist með lykli og pening sem skilað er þegar skápurinn er opnaður aftur (deposit lock). Venjuleg rafmagnsinnstunga er í hverju hólfi. Skápurinn er smíðaður úr áli og hentar til notkunar inni og úti. Hægt er að fá turninn í ýmsum litum, með eða án sér merkinga.

Nánari upplýsingar:

   • Tenglar. Hefðbundin heimilisinnstunga 16A, 230V, 1phase;
   • Lekastraumvörn (RCD): Type A 30mA.
   • Mál: H 205cm x W 50cm x D 50cm.
   • Þyngd: Um það bil 50kg.
   • Litur: Hvítur nema annað sé tekið fram. Aðrir litir og sérmerkingar í boði.
   • Varnarflokkur: Tækjahólf IP65; skápar IP54.
   • Framleitt í Þýskalandi.    Fyrir allar nánari upplýsingar rafhjóla hleðsluturninum, hafið samband í síma 511-1116 eða með tölvupósti hledslan@hledslan.is
Fyrri grein Dual Bike Hleðslustöðin
Næsta grein Öryggi við hleðslu tengiltvinnbíla