Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Lausn fyrir lítil fjölbýli, engin mánaðargjöld!

Lausn fyrir lítil fjölbýli, engin mánaðargjöld!

Smart Box – Lausn fyrir Lítil Fjölbýli

Stór fjölbýlishús kaupa snjallstöðvakerfi af tvennum ástæðum. Í fyrsta lagi þarf að stýra álagi á þann veg að íbúarnir geti hlaðið eins hratt og mögulegt er, án þess að slá út rafmagni hússins. Í öðru lagi þarf að taka gjald af notendum. Þar að auki bjóða snjallstöðvakerfi uppá aukenningu með kortum, auðkennislyklum eða smáforriti svo ekki geti hver sem er dregið sér rafmagn án þess að greiða fyrir það. Allt er þetta gott og blessað en að sjálfsögðu þarf að greiða fyrir. Snjallstöðvar eru dýrari í innkaupum. Fyrir umsjónarkerfi eru greidd notendagjöld. Útgáfa korta og auðkennislykla kostar venjulega. Hleðslan býður litlum fjölbýlum og fyrirtækjum uppá spennandi valkost.

Afl

Smart Box hleðsustöðvarnar eru fáanlegar allt að 22.2kW.

Álagsstýring

Smart Box hleðsustöðvarnar eru með virkri álagsstýringu sem les heimtaug hússins, finnur út hve mikið afl er tiltækt og deilir því á stöðvar.

Aðgangssstýring

Hægt er að fá Smart Box hleðsustöðvarnar með lykli sem læsir og opnar stöð. Í stað kortaútgáfu eða smáforrits getur hver notandi séð um sinn lykil og látið smíða nýjann þar sem honum hentar.

Kostnaður og Greiðslumiðlun

Smart Box hleðslustöðvarnar bjóða ekki uppá sjálfvirka greiðslumiðlun, en af þeim eru heldur engin notendagjöld. 1000 krónur á mánuði má áætla að jafngildi 625km akstri á mánuði (miðað við 8k/kWh og að hægt sé að aka 50km á 10kWh). Í öllu falli er óhætt að segja að það komi eigendum rafmagnsbíla langt að sleppa við aukagjöld vegna hleðslu.

Að deila kostnaði í litlu fjölbýli má gera með sér mæli á hleðslustöð, með fyrirfram ákveðnum gjöldum sem innheimt eru af banka eða á annan hátt sem íbúum líkar.

Smáforrit og nettenging

Smart Box er hvorki nettengd né með smáforriti. Það eru flestir rafmagnsbílar hinsvegar.

Fyrri grein En hvað ef ég fer í tvær vikur til „Tene“
Næsta grein Að velja hagkvæmustu stöðina