Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Spennandi tímar framundan

Spennandi tímar framundan

Með ýmsum lagabreytingum sem annað hvort hafa tekið gildi eða munu taka gildi á næstunni verður sterkur hvati til orkuskipta. Það er nánast óhjákvæmilegt að fjöldi rafmagnsbíla aukist til muna á næstu misserum. Þörfin fyrir innviði mun samhliða aukast verulega. Að bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum uppá mögueika til að hlaða rafbíla er í senn tækifæri til að axla ábyrgð í loftslagsmálum og styðja við ýmind sína í samfélaginu öllu.

Undirbúningur fyrir opnun Hleðslunnar hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Leiðarljós verkefnisins hefur verið að bjóða vandaðar lausnir frá áreiðanlegum framleiðendum. Haft var samband við mikinn fjölda framleiðenda og er niðurstaðan sú að teknar hafa verið í sölu lausnir frá tveimur aðilum, Ratio Electric í Hollandi og Heidelberg í Þýskalandi. Hvor um sig býður vandaðar lausnir, þó með nokkuð ólíkum formerkjum.

Ratio Electric býður mikið úrval hleðslustöðva, allt frá einföldustu gerð upp í snjallstöðvar með virkri álagsstýringu fyrir allt að fjórar stöðvar pr. Úttak. Samkeppnishæfari lausn fyrir minni fjölbýli og fyrirtæki er vand fundin á markaðnum í dag.

Heidelberg býður svo eina stöð sem sannarlega má segja að sé ein sú glæsilegasta á markaðnum, bæði í útliti, efnisvali og gæðum.

Næst á dagskrá hjá Hleðslunni er að svipta hulunni af sannkallaðri snjall lausn þar sem fyrirtækjum og fjölbýlum bjóðast fjölmargir kostir í vali á búnaði, utanumhaldi og greiðslum fyrir notkun og smáforriti sem hægt er að gefa út með ýmind að eigin vali (white label).

Það eru því sannarlega spennandi tímar frammundan.

 

 

Fyrri grein Að velja hleðslusnúru
Næsta grein Dual Bike Hleðslustöðin