Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Lithium Safe Öryggisvörur

Lithium Safe Öryggisvörur

Hundruð milljóna lithium rafhlaða eru á ferð og flugi um heiminn í fartövum, spjaldtölvum, símum, snjallúrum, hlöðum, myndavélum og ýmsum öðrum búnaði. Ekki er óalgengt að fólk beri á sér allt að fimm slíkar rafhlöður í einu. Ekki er því óvarlegt að áætla að á heimili þar sem fimm manns búa séu 30-40 lithium rafhlöður. Í venjulegri rútu geta hæglega verið 100 sllíkar rafhlöður, í farþegaflugvél geta þær verið 400-500.

Þó lithium rafhlöður knýji áfram okkar snjallvædda líf er galli á gjöf njarðar. Þær geta ofhitnað, brunnið og jafnvel sprungið. Hitinn frá rafhlöðunni getur náð 600°C - 1000°C og frá henni lagt reyk, lithium agnir, sprengingar og eld.

Vatn og önnur efni notuð til að slökkva elda gagnast illa við að ráða niðurlögum lithium elds. Að hella vatni á lithium rafhlöðu eykur raunar á vandann þar sem við það losnar vetni sem hæglega getur leitt til annarar íkveikju.

Öllum er ljóst að hættan af lithium rafhlöðum er veruleg. Hvort sem um er að ræða heimili, flugvélar, skip, hópbifreiðar, tónleikahús, íþróttamannvirki eða aðra staði og starfsemi þar sem fólk safnast saman er vert að huga að viðbragðsáætlun.