Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?

Fyrirtæki

Fjárfesting í hleðslubúnaði er skynsamleg fyrir margar sakir. Eftir því sem orkuskiptum miðar áfram fjölgar starfsmönnum fyrirtækjabílum og viðskiptavinum sem þurfa á hleðslu að halda. Fyrir hótel, veitingahús, söfn, kvikmyndahús, leikhús, verslunarmiðstöðvar og sambærilega staði eykur aðgengi að hleðslu líkurnar á að viðskiptavinir velji þann stað fram yfir aðra, auk þess sem líkur eru á að viðskiptavinir staldri lengur og nýti á meðan fjölbreyttari þjónustu. Sala rafmagns getur svo einnig verið velkomin búbót.

 

Fyrir öll fyrirtæki er fjárfesting í hleðslubúnaði ábyrg afstaða í verki, bæði með tilliti til umhverfismála sem og ánægju starfsmanna. Með snjalltækjum eins og Wallbe Pro og Pro Plus opnast skemmtilegir möguleikar eins og að gefa hleðslu sem umbun fyrir vel unnin störf eða fyrir að skipta. Ekki þarf að fjölyrða um hagkvæmni þess að bílar fyrirtækisins séu knúnir rafmagni.

 

Hleðslan býður fyrirtækjum vandaðann búnað og utanumhald frá þýska fyrirtækinu Wallbe. Þar sem bæði búnaður og hugbúnaður eru frá sama aðila er rekstrarhæfi tryggt með öruggum hætti. Ennfremur bjóðum við fyrirtækjum:

  • Að leigja eða kaupa búnaðinn.
  • Að láta okkur sjá um auðkenningarmál og rukkanir.
  • Að aðlaga útlit stöðva, smáforrit, netviðmót og auðkennislykla/kort að ýmind fyrirtækis (white labelling).

 

Hleðslan leggur metnað sinn í að bjóða fyrirtækjum bestu lausnir og þjónustu sem í boði eru. Velgengni okkar veltur á því orðspori sem viðskiptavinir okkar skapa okkur. Við hvetjum ykkur því til að hafa sambandi við okkur í síma 511 1116 eða með tölvupósti á hledslan@hledslan.is Við hlökkum til að vinna með ykkur.