Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?

Húsfélög

Húsfélögum hefur, með nýlegum lögum nánast verið gert skylt að koma upp aðstöðu fyrir hleðslu rafbíla. Ef einhver íbúi óskar þess að komið verði upphleðslustöð við sameiginleg(t) bílastæði ber húsfélaginu að gera það og skiptist kostnaður á alla íbúa. Lýsi einhver íbúi áhuga sínum á að koma upp hleðslustöð á eigin bílastæði skal úttekt framkvæmd og í framhaldinu gera honum það kleift.

Fyrirsjánlegt er að rafknúnum farartækjum fjölgi verulega á komandi misserum. Liggur í augum uppi að uppbygging hleðsluinnviða er töluverð fjárfesting. Hún þarf þó ekki öll að eiga sér stað í einu. Nauðsynlegt að varða leiðina vel og gæta þess að ráðist sé í réttar framkvæmdir á hverjum tíma með framtíðar þörf hússins að leiðarljósi. Sé þessa ekki gætt getur húsfélagið til dæmis setið uppi með verkþætti sem þarf að tvígreiða eða fjárfestingu sem ekki nýtist. Verkfræðistofur eru óháðir aðilar sem hafa réttu tólin og tækin til að framkvæma úttekt og veita ráðgjöf um framhaldið. Slíkir aðilar tryggja einnig að þeir sem bjóða í verk uppfylli þarfir og kröfur hússins og að þau boð sem berast séu metin heildstætt. Þjónustan kostar vissulega en hún getur þó marg borgað sig þar sem hún rennir styrkum stoðum undir ákvarðanir húsfélagsins og eykur líkur á sátt um framkvæmdirnar. Láti húsfélag sama aðila gera úttekt, ráðleggja um framkvæmdir, setja upp lagnir, búnað og veita þjónustu þarf lítið til að véfengja það. Væntanlega eru flestir sammála um að eitthvað sé til vinnandi til að forðast slíka eftirmála.

Hleðslan býður húsfélögum vandaðann búnað og utanumhald frá þýska nu Wallbe. Þar sem bæði búnaður og hugbúnaður eru frá sama aðila er rekstrarhæfi tryggt með öruggum hætti, sem og deiling afls á íbúa (álagsstýring). Ennfremur bjóðum við uppá:

  • Að leigja eða kaupa búnaðinn.
  • Að láta okkur sjá um auðkenningarmál og rukkanir.
  • Að aðlaga útlit stöðva, smáforrit, netviðmót og auðkennislykla/kort (white labelling).

Hleðslan leggur metnað sinn í að bjóða húsfélögum bestu lausnir og þjónustu sem í boði eru. Velgengni okkar veltur á því orðspori sem viðskiptavinir okkar skapa okkur. Við hvetjum ykkur því til að hafa sambandi við okkur í síma 511 1116 eða með tölvupósti á hledslan@hledslan.is Við hlökkum til að vinna með ykkur.