Fara yfir í innihald
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?
Vissir þú að þú getur fengið virðisaukaskatt endurgreiddann vegna kaupa og uppsetningar á hleðslustöð?

Wallbe Pro Plus

522.000 kr

Það helsta:

 • Tvö 22kW tengi
 • Hentar fyrirtækjum húsfélögum og einstaklingum
 • Ský – netviðmót – smáforrit
 • Sjálfvirkt utanumhald og reikningagerð
 • Auðvelt að fjölga/fækka stöðvum
 • Hægt að sérpanta virka álagsstýringu
 • Möguleiki að selja hleðslu til utanaðkomandi
 • Hægt velja útlit
 • Hægt að skipta um þjónustuveitanda (OCPP)


Wallbe Pro Plus er uppfærð útgáfa af Wallbe Pro.
Í þessari stöð eru tvö tengi af gerð 2. Því dugar ein stöð fyrir hver tvö stæði. Wallbe Pro Plus er því sannkölluð töfralausn fyrir húsfélög, fyrirtæki og stofnair, sem og heimili þar sem fleiri en einn rafbíll er. Að öðru leiti er hér á ferðinni ein snjallasta lausn sem í boði er. Stöðin sendir upplýsingar í ský og þaðan má nálgast upplýsingar um stöðu og notkun. Auðkenning notenda fer fram í gegnum þar til gert smáforrit, kort eða auðkennislykil. Einnig má tengja stöðvarnar við greiðslustöð og má þá greiða fyrir hleðslu snertilaust með öllum helstu kortum, Google Pay, Apple Pay og fleiru. Vöktun, sending villuboða og gerð reikninga eru innifalin í þjónustusamningi. Hægt er að endurræsa stöðvar, aflæsa tengjum og fleira í gegnum netviðmót. Stöðin er einnig fáanleg með einu tengi og heitir þá Wallbe Pro.

 

Notendur geta fengið smáforritið og skýjaviðmótið aðlagað að sínu auðkenni og valið að hve miklu eða litlu leiti þau vilja sjálf annast rekstur síns kerfis.

 

Að stækka kerfið er einfalt. Þegar ný stöð er sett upp er auðkenni hennar skráð á notandann og bætist hún þá einfaldlega við þær sem fyrir eru.

 Virk álagsstýring skoðar tiltækt afl og fjölda stöðva í notkun. Því afli er deilt á milli notenda þannig að allir fái mesta mögulega afl, án þess að álag á rafkerfið verði of mikið.

 Wallbe Pro Plus er hönnuð til að vera einföld í uppsetningu og örugg í rekstri. Rafbúnaður stöðvarinnar er hýstur í aðgengilegum málmkassa. Kassinn er tengdur við rafmagn og festur á vegg eða þar til gerðan fót. Yfir málmkassann er sett plasthlíf sem er fáanleg er í mörgum litum og má sérhanna að vild, til dæmis í litum fyrirtækis eða með merki bæjarfélags.

 Allur varnarbúnaður er til staðar í stöðinni. Stöðin er varin gegn yfirstraumi. Missi stöðin rafmagn sér sérstakur búnaður um að senda villuboð og aflæsa hleðslusnúru áður en allur straumur fer af kerfinu.

 Að sjálfsögðu uppfylla stöðvarnar svo alla nauðsynlega staðla eins og vænta má af þýskri framleiðslu.

 

Nánar um kosti þessa frábæra búnaðar:

 • Ummál (HxBxD): 35x35x17cm.
 • Veggfesting: Innifalin
 • Fótur/standur: Hægt að sérpanta.
 • Þyngd: Um það bil 15-17kg.
 • Mál (H*B*D): 50cm*50cm*20cm.
 • Tengi: 2 tengi af Gerð 2.
 • Hleðsuaðferð 3 samkvæmt staðli IEC 61851-1.
 • Aðgangur: Ekki hægt að hlaða án auðkenningar.
 • Gæði og vörn ytra byrðis: IP 54, vatnshelt og rykvarið.
 • CE vottaður búnaður, hannaður og smíðaður Þýskalandi.
 • Samskipti: UMTS (Universal Mobile Telecommunications System) 3G í gegnum M2M SIM kort.
 • Litur og hönnun ytra byrðis: Hvítur með merki framleiðanda nema annað sé tekið fram. Hægt að hanna og breyta síðar.
 • Málspenna: 230/400V
 • Málstraumur: 32A
 • Afl: 7,2kW (einfasa), 22kW (þriggja fasa).
 • Hitaþol: -20°C – +70°C.
 • Hleðslusnúra: Stöðin kemur án snúru.
 • Yfirstraumsvarnarbúnaður: Bilunarstraumsrofi (lekastraumsrofi) með málbilunarstraum >6mA.
 • Samskiptabúnaður: Modbus. RS485 Ethernet RJ45 (LAN eða GSM).
 • Ábyrgð: 2 ára framleiðsluábyrgð. Íslensk neytendaábyrgð. Ábyrgðarskýrteini fylgir hverri stöð.
 • Læsing og aflæsing á hleðslusnúru. Sjálfkrafa ef bilun verður. Hægt að framkvæma gegnum bakenda.
 • Fylgist með og nemur ofhitnun/bráðnun í tengi.
 • Hægt að sérpanta með lykli til að kveikja og slökkva á stöð.
 • Hægt að sérpanta með auka heimilistengli (schukotengli).
 • Rekstrarkostnaður: Samningur um þjónustu að lágmarki 36 mánuðir til að virkja vöktun, sendingu villuboða og gerð reikninga.

Hægt að sérpanta tilbúið fyrir annan hugbúnað (Open Charge Point Protocol – OCPP).

 

- Endurgreiðsla á VSK

Til þess að hvetja til orkuskipta hafa stjórnvöld ákveðið að heimila endurgreiðslu virðisaukaskatts vegna kaupa á hleðslustöðvum. Ennfremur fellur uppsetning þeirra undir „Allir Vinna“ átakið og má því einnig sækja um endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu við uppsetningu (sjá nánar hér).

 

- Uppsetning

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af uppsetningunni

Við höfum á okkar snærum fagmenn með reynslu og þekkingu á uppsetningu heimahleðslustöðva. Hægt er að ganga frá kaupum á uppsetningu hér á síðunni. Að því loknu verður haft samband við þig innan 2 virkra daga og stöðin komin upp svo fljótt sem unnt er. Eftir eðli og umfangi verkefnisins getur einhver auka kostnaður fallið til við verkið. Rafverktakinn mun gera grein fyrir því fyrirfram svo ekkert komi á óvart.

Athugið að uppsetning hleðslustöðvar þarf að kaupa sér, hægt er að kaupa uppsetningu á hleðslustöð með því að smella Hér


Ekki hika við að hafa samband við okkur ef þú ert með einhverjar spurningar í síma 511-1116 eða hledslan@hledslan.is